Winter Wonderland sýning – NKU Norðurlanda- og Cruft Qualification sýning 23. – 24. nóvember 202425/12/2024 Haldin var Norðurlanda og Cruft Qualification sýning helgina 23 - 24 nóvember í reiðhöll Spretts í Kópavogi.
14 hundar voru skráðir en 3 mættu ekki. BOB Cararua Charm með CK og NCAC og var númer 2 í tegundarhópi. BOS Melahofs Karri með CK og NCAC Besta baby Eðal Sambó Tveir hvolpar fengu sérlega lofandi og tveir lofandi. Fimm hundar fengu excellent og einn very good. Dómari: Mats Jonsson frá Svíþjóð.
0 Comments
Haldin var hvolpasýning sunnudaginn 27 október í reiðhöll Fáks í Víðidal.
4 hvolpar voru skráðir og allir mættu. BOB: Eðal Svipur. Fengu allir hvolpar Sérlega lofandi. Dómari var Sóley Halla Möller frá Íslandi. Haldin var alþjóðleg sýning helgina 28. - 29. september í reiðhöll Spretts í Kópavogi.
11 hundar voru skráðir en 2 mættu ekki. BOB: Melahofs Karri með CK og alþjóðlegt stig. BOS: Caemgen’s Jump For Joy með CK og alþjóðlegt stig. Eðal ræktun var með ræktunarhóp og var 2 besti ræktunarhópur sýningar. Fengu allir hundar excellent. Dómari var Ramune Kazlauskaite frá Litáen. Haldin var tvöföld sýning helgina 10 - 11 ágúst 2024 á Víðistaðatúni, á laugardeginum var Norðurlandasýning og á sunnudeginum var Alþjóðleg sýning. 10 ágúst: 10 hundar voru skráðir og allir mættu BOB: Caemgen’s Jump For Joy með CK og norðurlandastig NCAC. Hún var í fyrsta sæti í tegundarhópi 7. BOS: Melahofs Karri með CK og norðurlandastig NCAC. Eðal ræktun var með ræktunarhóp og hlaut heiðursverðlaun. Átta hundar fengu Excellent og tveir Very good. Dómari var Jessie Borregaard Madsen frá Danmörku. 11 ágúst
11 hundar voru skráðir og allir mættu BOB: Eðal-Óskadís með CK og alþjóðlegt stig CACIB. Hún var í fjórða sæti í tegundarhópi 7. BOS: Eðal-Óskar með CK og alþjóðlegt stig CACIB BOS Baby: Eðal-Ríkharður Ljónshjarta Eðal ræktun var með ræktunarhóp og hlaut heiðursverðlaun. 10 hundar fengu excellent og einn hvolpur sérlega lofandi. Dómari var Carsten Birk frá Danmörku Haldin var Reykjavík Winner sýning á Víðistaðatúni helgina 8. – 9. júní 2024.
Tólf hundar voru skráðir en tveir mættu ekki BOB: Melahofs Karri með norðurlandastig og RW24. Hann var í 1. sæti í tegundarhópi 7 BOS: Eðal Óskadís með norðurlandastig og RW24. Eðal ræktun var með ræktunarhóp og var valin í topp 6 og fékk heiðursverðlaun Fengu allir hundar Excellent Dómari var Paul Lawless frá Írlandi Haldin var deildarsýning fyrir tegundarhóp 7, þann 19. maí 2024 og hafði ekki verið haldin deildarsýning í 18 ár svo það var kominn tími á það.
Níu hundar voru skráðir og einn mætti ekki. BOB: Eðal Óskar BOS: Caemgen‘s Jump For Joy Fengu allir hundar Excellent Dómari var Catherine Collins frá Írlandi Ársfundur Írsk setter deildar HRFÍ var haldinn 21. mars 2024 í húsnæði HRFÍ í Hafnarfirði kl. 20.00
Dagskrá fundarins:
Formaður setti fundinn og bar fram tillögu að Margrét Kjartansdóttir yrði fundarstjóri og Auður Inga Einarsdóttir yrði ritari. Var það samþykkt einróma. Fundarstjóri byrjaði á því að kanna lögmæti fundarins og tilkynnti formaður að fundurinn hafi verið auglýstur á Facebook síðu deildarinnar, á deildarsíðunni og á síðu HRFÍ með meira en sjö daga fyrirvara. Telst því fundurinn lögmætur. Formaður lagði fram skýrslu stjórnar og var hún samþykkt einróma. Í skýrslunni var farið yfir sýningarúrslit 2023, hverjir höfðu hlotið meistaratitla á árinu, stigahæsta hund og ræktanda deildarinnar, augnskoðanir, mjaðmamyndatökur og önnur mál s.s. stórhundadaga og fulltrúaráðsfund. Tvö sæti voru laus í stjórn og áttu Margrét og Auður að ganga út stjórn. Gáfu þær ekki kost á sér aftur en Sigríður Kjartansdóttir og Ingunn Alda Sævarsdóttir gáfu kost á sér og voru þær sjálfkjörnar þar sem ekki komu fleiri framboð. Önnur mál voru rædd og m.a. rætt um deildarsýninguna sem verður 19. maí 2024 og er mikil ánægja að hafa deildarsýningu. Einnig var rætt um hvort ætti að reyna að safna saman netföngum til að hægt sé að ná kannski betur til þeirra sem eru í deildinni en hingað til hafa deildarmeðlimir sýnt lítinn áhuga á nokkru starfi né skemmtunum innan deildarinnar. Rætt var um St. Patricks dag þar sem mikið er um úti í heimi að Írsk setter eigiendur komi saman með hundana sína og gangi um miðbæinn og lagt var til að kanna áhuga deildarmeðlima um að reyna slíkt hér á Íslandi á næsta ári. Að lokum þakkaði formaður fráfarandi stjórnarmönnum, Margréti og Auði fyrir þeirra starf í þágu deildarinnar og bauð jafnframt nýja stjórnarmenn, Sigríði og Ingunni velkomna í stjórn. Ekki fleira var rætt á fundinum og honum slitið kl. 20:55. Haldin var Norðurljósasýning HRFÍ helgina 2. – 3. mars og voru 11 hundar skráðir en tveir mættu ekki. Sjö hundar fengu Excellent og tveir Very Good.
Úrslit: BOB: Melahofs Karri með CK, CACIB og var í þriðja sæti í tegundarhópi 7 BOS: Eðal Prímadonna með CK, CC og CACIB Eðal ræktun var með ræktunar hóp og fékk HP ÆP Dómari var Diane Stewart-Ritchie frá Írlandi |
Archives
August 2024
Categories |